fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fyrstu staðfestu átök simpansa og górilla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 07:00

Yfirleitt lifa tegundirnar í sátt og samlyndi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. desember 2019 urðu vísindamenn vitni að átökum á milli simpansa og górilla í Loango þjóðgarðinum í Gabon. Þeir sáu 27 simpansa ráfa um en skyndilega stoppaði einn þeirra, Freddy, skyndilega. Hann stífnaði allur upp og byrjaði að öskra og var mjög æstur. Allur hópurinn tók undir öskur hans. Ástæðan var að hópurinn hafði komið auga á lítinn hóp górilla sem lá og slakaði á uppi í tré. Þar var um að ræða karldýr, tvö kvendýr sem báru ung afkvæmi sín og eina górilla á unglingsaldri.

ScienceAlert skýrir frá þessu.

Skömmu eftir að öskrin byrjuðu klifruðu flestir simpansanna upp í trén í kringum górillurnar. Einn af fullorðnu karlsimpönsunumChenge, klifraði upp í tré górillanna og gaf frá sér hátt öskur sem varð til þess að kvengórillurnar klifruðu hærra upp með afkvæmi sín.

Ekki leið á löngu þar til karlgórillan lét sig hverfa en annað kvendýrið klifraði hærra upp í tréð en hin fór niður á jörðina til að reyna að komast á brott með afkvæmi sitt. Þar umkringdu simpansar hana. Þeir öskruðu og slógu til hennar með trjágreinum og einn reif ungann af henni. Skömmu síðar sáu vísindamennirnir að unginn var dauður. Simpansarnir átu hann síðan.

Yfirleitt lifa tegundirnar í sátt í námunda við hvor aðra og því komu þessi átök mjög á óvart. En það að fólk hafi ekki orðið vitni að slíkum atburðum áður þýðir ekki endilega að tegundirnar hafi ekki tekist á.

Vísindamennirnir hafa birt rannsókn sína á þessum atburði í vísindaritinu Scientific Reports.

Í henni kemur fram að þeir hafi einnig orðið vitni að átökum á milli tegundanna í febrúar 2019. Þá réðust 18 simpansar á fimm górillur, karldýr, þrjú fullorðin kvendýr og einn unga. Eins og í fyrrgreindu átökunum drápu simpansarnir górilluunga.

Nú bíður það verkefni vísindamanna að komast að af hverju simpansarnir verða svona árásargjarnir. Ekki er talið útilokað að barátta um fæðu eigi þar hlut að máli en simpansar, górillur og skógarfílar keppa að hluta um sömu fæðuna í þjóðgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti