fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Amnesty segir að tjáningarfrelsi verði brátt úr sögunni í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 21:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var 24 ára karlmaður fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong en dómurinn byggist á nýlegum öryggislögum sem kínversk stjórnvöld innleiddu í borgríkinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að dómurinn sé væntanlega upphafið að endalokum tjáningarfrelsis í borgríkinu sem er hluti af Kína en á að njóta ákveðinnar sérstöðu í ýmsum málaflokkum.

Það var Tong Yingkit sem var fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong frá Kína. „Dómurinn yfir Tong Yingkit markar mikilvæg og ískyggileg tímamót varðandi mannréttindi í Hong Kong. Dómurinn staðfestir þá alvarlegu staðreynd að nú er opinberlega bannað að láta ákveðnar pólitískar skoðanir í ljós,“ sagði Yamini Mishra, svæðisstjóri Amnesty í Asíu, eftir dómsuppkvaðninguna.

Tong var ákærður fyrir að hafa ekið mótorhjóli á þrjá lögreglumenn og að hafa samtímis veifað fána sem á stóð: „Frelsum Hong Kong. Uppreisn samtímans.“ Þetta átti sér stað 1. júlí á síðasta ári, degi eftir að öryggislögin tóku gildi.

Refsing hans hefur ekki enn verið ákveðin hann í versta falli á hann ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist