Það var Tong Ying–kit sem var fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong frá Kína. „Dómurinn yfir Tong Ying–kit markar mikilvæg og ískyggileg tímamót varðandi mannréttindi í Hong Kong. Dómurinn staðfestir þá alvarlegu staðreynd að nú er opinberlega bannað að láta ákveðnar pólitískar skoðanir í ljós,“ sagði Yamini Mishra, svæðisstjóri Amnesty í Asíu, eftir dómsuppkvaðninguna.
Tong var ákærður fyrir að hafa ekið mótorhjóli á þrjá lögreglumenn og að hafa samtímis veifað fána sem á stóð: „Frelsum Hong Kong. Uppreisn samtímans.“ Þetta átti sér stað 1. júlí á síðasta ári, degi eftir að öryggislögin tóku gildi.
Refsing hans hefur ekki enn verið ákveðin hann í versta falli á hann ævilangt fangelsi yfir höfði sér.