Á heimasíðu smitsjúkdómastofnunarinnar kemur fram að 22.380 börn á aldrinum 0-9 ára hafi smitast af kórónuveirunni. Stofnunin skýrir ekki nánar frá aldri hinna látnu barna né frekari upplýsingum um þau, til dæmis um hvort þau hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma, vegna persónuverndarreglna.
Í heildina hafa 314.983 smit greinst í Danmörku frá upphafi faraldursins. 2.548 hafa látist af völdum COVID-19 eða 0,8% þeirra sem hafa smitast. Rúmlega 38 milljón PCR-sýni hafa verið tekin og ótiltekinn fjöldi hraðprófa.