fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Nýja-Sjáland og Ísland eru í bestu stöðunni ef samfélagshrun á sér stað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 06:59

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að „innan nokkurra áratuga“ muni samfélagslegt hrun eiga sér stað á heimsvísu. Þeir hafa fundið þau fimm ríki þar sem best er að vera ef þessi dökka spá þeirra rætist. Nýja-Sjáland trónir á toppi listans.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að innan nokkurra áratuga geti samfélagslegt hrun átt sér stað vegna áhrifa af eyðileggingu vistkerfa, takmarkaðra náttúruauðlinda og fólksfjölgunar auk loftslagsbreytinganna.

„Mjög líklegt“ samfélagshrun myndi koma fram í rofnum aðfangakeðjum og alþjóðasamningum og hruni alþjóðlegrar fjármálauppbyggingar að sögn vísindamanna  vil Global Sustainability Institute hjá Anglia Ruskin háskólanum. Þeir segja að slík vandamál geti breiðst hratt út vegna þess hversu ríki heims eru tengd og háð hvert öðru.

Vísindamennirnir segja að þau fimm ríki, sem eru best staðsett til að geta haldið samfélaginu gangandi, séu Nýja-Sjáland, Ísland, Bretland, Írland og Ástralía. Öll eiga þessi ríki það sameiginlegt að vera eyjur eða heimsálfa þar sem sveiflur á hitastigi og úrkomumagni eru minni en annars staðar vegna nálægðar þeirra við sjó.

Vísindamennirnir segja að þetta geri að verkum að þessi ríki séu líklegri en önnur til að búa við frekar stöðug skilyrði í framtíðinni þrátt fyrir áhrif loftslagsbreytinganna.

Það sem kom Nýja-Sjálandi á topp listans er aðgengi að jarðvarma, vatni til raforkuframleiðslu, mikið landrými fyrir landbúnað og fámenni. Þetta gerir að verkum að íbúar landsins eiga að mati vísindamannanna góða möguleika á að lifa samfélagshrun af og halda samfélaginu gangandi. Sömu eiginleikar eiga einnig við um Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift