The Guardian skýrir frá þessu. Liege, sem er í frönskumælandi hluta Vallóníu, fór verst út úr flóðunum.
Nú þegar hafa ýmsar vangaveltur verið uppi um flóðin og afleiðingar þeirra. Meðal annars hefur því verið velt upp hvort flóðaviðvörunarkerfi hafi brugðist. Sumir þeirra sem lentu í flóðunum segjast ekki hafa fengið neinar viðvaranir um að flóðgáttir stíflu í Eupen væru opnar og hefðu verið opnaðar áður en búið var að flytja alla íbúa á brott.
Hópur almennra borgara er einnig sagður vera að íhuga málshöfðun gegn ríkisvaldinu fyrir að hafa ekki veitt þeim þá vernd sem ríkinu ber að veita.