Yfirlýsingin var birt í vísindaritinu BioScience í gær.
Vísindamennirnir segja að þörfin fyrir breytingar sé brýnni en nokkru sinni áður til að hægt sé að vernda líf hér á jörðinni. Yfirlýsing þeirra er svipuð yfirlýsingu frá 2019 sem 11.000 vísindamenn skrifuðu undir. Frá því að sú yfirlýsing var birt hafa ýmsar náttúruhamfarir átt sér stað, til dæmis flóð, skógareldar og hitabylgjur og þessar hamfarir hafa sýnt að breytinga er þörf segir í nýju yfirlýsingunni.
Sem dæmi nefna vísindamennirnir að síðasta ár hafi verið það næst hlýjasta síðan mælingar hófust. Að auki hafi magn CO2 í andrúmsloftinu náð nýjum hæðum í apríl og hafi aldrei verið meira.
Þeir hvetja til þess að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að vistkerfi jarðarinnar fái meiri vernd.
„Öfgafullir veðurfarsatburðir á síðustu árum, svo ekki sé nefnt á síðustu vikum, sýna þörfina fyrir að gripið sé til aðgerða og eitthvað gert varðandi loftslagsmálin,“ segir Phillip Duffy einn höfunda yfirlýsingarinnar og forstjóri Woodwell Climate Research Center í Massachusetts í Bandaríkjunum.