fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

10.000 vísindamenn krefjast tafarlausra aðgerða vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 06:02

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10.000 vísindamenn hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir vara við loftslagsvánni og krefjast aðgerða samstundis vegna þeirra.

Yfirlýsingin var birt í vísindaritinu BioScience í gær.

Vísindamennirnir segja að þörfin fyrir breytingar sé brýnni en nokkru sinni áður til að hægt sé að vernda líf hér á jörðinni. Yfirlýsing þeirra er svipuð yfirlýsingu frá 2019 sem 11.000 vísindamenn skrifuðu undir. Frá því að sú yfirlýsing var birt hafa ýmsar náttúruhamfarir átt sér stað, til dæmis flóð, skógareldar og hitabylgjur og þessar hamfarir hafa sýnt að breytinga er þörf segir í nýju yfirlýsingunni.

Sem dæmi nefna vísindamennirnir að síðasta ár hafi verið það næst hlýjasta síðan mælingar hófust. Að auki hafi magn CO2 í andrúmsloftinu náð nýjum hæðum í apríl og hafi aldrei verið meira.

Þeir hvetja til þess að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að vistkerfi jarðarinnar fái meiri vernd.

„Öfgafullir veðurfarsatburðir á síðustu árum, svo ekki sé nefnt á síðustu vikum, sýna þörfina fyrir að gripið sé til aðgerða og eitthvað gert varðandi loftslagsmálin,“ segir Phillip Duffy einn höfunda yfirlýsingarinnar og forstjóri Woodwell Climate Research Center í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð