fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Lést af völdum COVID-19 – Vildi ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 05:59

Tricia Jones. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45 ára bandarísk kona, Tricia Jones, smitaðist af Deltaafbrigði kórónuveirunnar og lést af völdum COVID-19 í byrjun júní. Hún hafði hafnað bólusetningu gegn kórónuveirunni því hún óttaðist aukaverkanir.

Fox 4 hefur þetta eftir móður hennar, Deborah Carmichael. Jones lést 9. júní. Carmichael sagði að henni hafi sjálfri liðið illa eftir bólusetningu og að það hafi hugsanlega hrætt Jones. „Ég gat ekki sannfært hana um að það væri góð hugmynd að láta bólusetja sig,“ sagði Carmichael.

Hún segist vonast til að lát dóttur hennar verði öðrum, sem eru hikandi við að láta bólusetja sig, til aðvörunar.

Jones smitaðist af syni sínum sem smitaðist í skólanum. Eftir að hún greindist með veiruna sagði hún móður sinni að hún sæi eftir að hafa ekki látið bólusetja sig. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin