fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Tölvuleikjaframleiðandi sakaður um óviðeigandi viðhorf til kvenna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 05:55

Activision Blizzard Inc er sakað um alvarlega hluta. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuleikjaframleiðandinn Activision Blizzard Inc. sem framleiðir meðal annars hina vinsælu tölvuleiki World of Warcraft og Diablo er sakaður um að ýta undir svo kallaða „frat-boy“ menningu innan fyrirtækisins. Þetta hefur að sögn í för með sér að konur, sem starfa hjá fyrirtækinu, verða fyrir stöðugri kynferðislegri áreitni og mismunun.

Þetta kemur fram í lögsókn á hendur fyrirtækinu sem Department of Fair Employment and Housing í Kaliforníu hefur lagt fram. Bloomberg Law skýrir frá þessu.

„Frat“ eða „Fraternity“ er orð sem er notað yfir félagsskap í bandarískum háskólum en aðeins karlar fá aðgang að þeim. Þessir félagsskapar hafa margoft verið gagnrýndir fyrir brengluð viðhorf til kvenna og áfengis.

Um 20% starfsfólks hjá Activision Blizzard Inc. eru konur og rannsókn hefur leitt í ljós að margar þeirra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og mismunun vegna kynferðis síns án þess að stjórnendur hafi brugðist við.

Í lögsókninni er því meðal annars lýst að ölvaðir karlkyns starfsmenn hafi skriðið um skrifstofurýmið og sýnt af sér „óviðeigandi framkomu“. Stjórnendur fyrirtækisins eru einnig sakaðir um að gera engar athugasemdir við að karlkyns starfsmenn spili tölvuleiki allan daginn í vinnunni og að verkefnum þeirra sé þá ýtt yfir á konurnar og grín gert að nauðgunum.

Konunum er einnig mismunað hvað varðar laun, verkefni og möguleika á stöðuhækkunum. Margar konur segja að það hafi haft neikvæð áhrif á framamöguleika þeirra innan fyrirtækisins að verða barnshafandi.

Einnig kemur fram í lögsókninni að ein kona hafi tekið líf sitt þegar hún var í vinnuferð með karlkyns starfsmanni. Hún hafði orðið fyrir mikilli kynferðislegri áreitni áður en hún tók líf sitt, til dæmis hafði nektarmynd af henni verið látin ganga manna á milli í samkvæmi á vegum fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?