Expressen segir að þegar lögreglan hafi handtekið manninn á bensínstöð í suðurhluta Stokkhólms hafi hann reynt að flýja og hafi meðal annars reynt að aka lögreglumann niður. Hann er því einnig grunaður um morðtilraun og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Blaðið segir að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglunnar og hafi til dæmis verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán. Auk þess hefur hann hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og hylmingu.
Fleiri hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á börnin en allir hinir handteknu tengjast svokölluðu Flemingsbergsnetverki. Öllum hefur þó verið sleppt nema fyrrnefnda manninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi en allir hafa enn stöðu grunaðra í málinu.