fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Áttunda hvert 12-15 ára danskt barn hefur fengið bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 06:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan júlí var byrjað að bólusetja 12-15 ára börn í Danmörku gegn COVID-19 og gátu foreldrar þeirra þá pantað tíma fyrir þau í bólusetningu. Í gær var staðan sú að rúmlega 12% af aldurshópnum hafði þegar fengið einn skammt af bóluefni en aðeins er bólusett með bóluefnum frá Moderna og Pfizer/BioNTech í Danmörku.

Upphaflega átti ekki að bjóða upp á bólusetningar fyrir þennan aldurshóp fyrr en í haust en nú er staðan sú að Danir eiga nóg af bóluefnum eftir að þeir keyptu um 1,2 milljónir skammta af Pfizer/BioNTech af Rúmenum fyrir nokkrum vikum. Því var ákveðið að hraða bólusetningu þessa aldurshóps til að reyna að komast nær hjarðónæmi.

Heilbrigðisyfirvöld eru ánægð með þátttöku aldurshópsins til þessa, sérstaklega í ljósi þess að nú er almennur sumarleyfistími í Danmörku og margir því á faraldsfæti og geta ekki mætt í bólusetningu.

Í heildina hafa rúmlega 50% Dana, um þrjár milljónir, lokið bólusetningu og rúmlega fjórar milljónir, um 70%, hafa hafið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Í gær

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið