fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Verð á kaffi snarhækkar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 08:00

Kaffi er hollt í hóflegu magni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á kaffibaunum er nú í hæstu hæðum og hefur ekki verið svona hátt árum saman. Ástæðurnar fyrir þessu eru að miklir þurrkar herjuðu á Brasilíu, sem er eitt stærsta kaffibaunaframleiðsluríki heims, á síðasta ári og því var uppskeran ekki eins mikil og vænst hafði verið. Ofan á þetta bætist að á síðustu vikum hefur frost herjað á mikilvægar kaffibaunaekrur í Brasilíu og skemmt uppskeruna.

Hið vinsæla Arabicakaffi, sem er ein mesta útflutningsvara Brasilíu, kostaði á föstudaginn 4,62 dollara kílóið og hefur ekki verið hærra síðan 2014. Verðið hefur hækkað um 60% síðan í janúar.

Auk hremminga kaffibænda í Brasilíu þá hefur flutningskostnaður hækkað og óróleiki í kólumbísku samfélagi hefur einnig haft sitt að segja en Kólumbía er þriðja stærsta kaffiframleiðsluríki heims.

Frost hefur herjað á kaffiekrur í Minas Gerais í Brasilíu síðustu daga og það hefur valdið verðhækkunum en þar fer um 70% af Arabicakaffibaunarækt Brasilíumanna fram.

Sérfræðingar telja að neytendur muni finna fyrir verðhækkunum eftir þrjá til níu mánuði og að þær verði ekki svo miklar þegar þær ná til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist