fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Karlar menga mun meira en konur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 07:30

Losun gróðurhúsalofttegunda er mikil og veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup karla á ýmsum varningi valda því að þeir standa á bak við 16% meiri losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið en konur. Ekki er þó mikill munur á hversu miklu kynin eyða.

Þetta eru niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar. The Guardian segir að mesti munurinn liggi í kaupum karla á bensíni og dísil á bíla þeirra.

Rannsóknin byggðist á því að neysla einhleypra sænskra karla og kvenna var borin saman. Fram kemur að rúmlega helming allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í tengslum við neyslu fólksins megi rekja til matar og ferðalaga.

Vísindamennirnir segja að með því að skipta kjöti og mjólkurvörum út fyrir matvæli úr gróðurríkinu og það að ferðast með járnbrautarlestum í stað bíla eða flugvéla þegar farið er í frí dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%.

„Við teljum mikilvægt að taka muninn á kynjunum með í reikninginn þegar stefnumörkun á sér stað,“ sagði Annika Carlsson Kanyama, hjá Ecoloop, sem stýrði rannsókninni.

„Eyðsla kynjanna er mjög dæmigerð, konur eyða meira í heimilið, heilsu og fatnað en karlar í eldsneyti, á veitingastöðum, í áfengi og tóbak,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur verið birt í Journal for Industrial Ecology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga