Þegar hún var gengin 18 vikur með barn sitt fékk hún alvarlega sýkingu í annan fótlegginn. Hún gat ekki farið í lyfjameðferð út af þessu þar sem hún var barnshafandi og sýkingin breiddist því út og náði inn að beinum. Þá fékk hún þau hræðilegu skilaboð frá læknum að hún yrði að velja á milli barnsins og fótleggsins. Engir aðrir valkostir voru í stöðunni. Walesonline skýrir frá þessu.
Eins og gefur að skilja var valið ekki erfitt fyrir Becky, fótleggurinn fékk að fjúka. En hún dregur ekki dul á að þetta hafi verið erfiður tími. Erfitt sé að sætta sig við að missa fót og geta þannig ekki gert það sama og áður.
„Um hríð var ég mjög niðurdregin. Mér fannst ég ekki vera almennileg móðir. Ég var föst í hjólastólnum og gat ekki gert það sem nýbökuð móðir á að geta gert,“ sagði hún.
Fimm mánuðum eftir að fótleggurinn var tekinn af henni fékk hún góðan gervifót og gat þá í fyrsta sinn farið með dóttur sína, Caitlyn, í göngutúr.