fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 21:30

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesískur karlmaður, sem ætlaði flugleiðis frá Jakarta til Ternate í Indónesíu, greip til þess ráðs að klæðast fötum  af eiginkonu sinni og nota skilríki hennar. Ástæðan var að hann hafði greinst með COVID-19 og mátti því ekki ferðast.

CNN segir að maðurinn hafi farið um borð í flugvélina á flugvelli í Jakarta og hafi verið klæddur í niqab, sem er klæðnaður sem sumar múslímskar konur klæðast en hann hylur þær frá toppi til táar. Hann notaði skilríki eiginkonunnar og neikvæða niðurstöðu úr PCR-sýnatöku hennar til að komast um borð.

En þegar um borð var komið brá maðurinn sér á salernið og kom út í karlmannsfötum. Þessu tók flugfreyja ein eftir og gerði lögreglunni viðvart. Maðurinn var því handtekinn þegar vélin lenti í Ternate. Hann var strax fluttur í sýnatöku og reyndist vera með COVID-19.

Maðurinn var fluttur í sóttkvíarhús þar sem hann verður látinn dvelja þar til veikindin eru afstaðin. Að því loknu er stefnan að færa hann fyrir dómara en hann verður ákærður fyrir athæfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans