fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Vaxandi stuðningur við „rannsóknarstofukenninguna“ um uppruna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískar leyniþjónustustofnanir vinna nú að rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 og telja nú jafn líklegt að hún hafi átt uppruna sinn í rannsóknarstofu í Wuhan í Kína og að hún hafi orðið til í náttúrunni.

Í lok maí gaf Joe Biden, forseti, leyniþjónustustofnunum 90 daga frest til að rannsaka uppruna veirunnar og skila niðurstöðu. Þegar rannsóknin hófst var það ráðandi kenning að veiran hefði orðið til úti í náttúrunni og síðan borist í fólk. Á þeim tíma voru fáir þeirrar skoðunar að veiran hefði fyrir slysni sloppið út af rannsóknarstofunni í Wuhan. Nú telja margir, sem tengjast rannsókninni, jafn líklegt að hún hafi sloppið út af rannsóknarstofunni og að hún hafi orðið til úti í náttúrunni og borist í fólk með dýrum. CNN skýrir frá þessu.

Þetta er mikil breyting frá því á síðasta ári þegar margir höfnuðu því algjörlega að veiran gæti hafa sloppið út af rannsóknarstofunni og sögðu það bara vera enn eina samsæriskenninguna. Það gerði bandaríska leyniþjónustan CIA þá en nú segir CNN að það sé mat CIA að kenningin geti verið rétt. „Viðhorfið hefur breyst“ hefur CNN eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknarinnar. En þetta þýðir ekki að leyniþjónustustofnanirnar séu nær því að leysa málið um uppruna veirunnar. Þrátt fyrir að kenningin um tengsl hennar við rannsóknarstofuna njóti meiri stuðnings en áður styðja álíka margir kenninguna um að veiran hafi komið beint úr náttúrunni.

CNN segir að fá sönnunargögn hafi fundist sem styðja aðra kenninguna frekar en hina. Enn bendi flest til að veiran hafi átt uppruna sinn úti í náttúrunni en á móti sé ekkert sem útilokar að hún hafi sloppið út frá rannsóknarstofunni fyrir slysni.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, sagði nýlega að „rannsóknarstofukenningunni“ hefði verið hafnað of snemma og bað Kínverja um að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að staðfesta uppruna veirunnar. „Kínverjar verða að veita okkur upplýsingar um hvernig staðan í þessum rannsóknarstofum var fyrir og eftir að heimsfaraldurinn braust út,“ sagði hann.

Kínverjar, sem hafa alla tíð neitað því að veiran hafi sloppið út úr rannsóknarstofunni, svöruðu WHO samdægurs og sögðust allt frá upphafi heimsfaraldursins hafa nálgast rannsóknina á uppruna veirunnar út frá vísindalegu, fagmannlegu og ábyrgu sjónarhorni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði
Pressan
Í gær

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingarnar í máli Émile litla – Lögregla hleraði símana mánuðum saman

Vendingarnar í máli Émile litla – Lögregla hleraði símana mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að þjóðaröryggisráðgjafanum eftir ævintýralegt klúður með hernaðarleyndarmál – „Mike Waltz er fokking ingjaldsfífl“

Spjótin beinast að þjóðaröryggisráðgjafanum eftir ævintýralegt klúður með hernaðarleyndarmál – „Mike Waltz er fokking ingjaldsfífl“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband