The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin byggist á tilraunum með blóðprufur á tilraunastofu og verður því að hafa þann fyrirvara á henni að hún endurspegli ekki endilega virkni bóluefnisins í raunheimi.
En miðað við niðurstöðurnar þá bendir ýmislegt til að þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefninu frá Janssen verði að fá annan skammt af bóluefni en hingað til hefur verið gengið út frá því að einn skammtur af Janssen væri nóg til að fólk væri fullbólusett.
„Boðskapur okkar er ekki að fólk eigi ekki að láta bólusetja sig með bóluefninu frá Johnson & Johnson (Janssen, innsk. blaðamanns). En við vonum að framvegis verði íhugað að gefa því annan skammt af bóluefni frá Pfizer eða Moderna,“ er haft eftir Nathaniel Landau, veirufræðingi. Hann stýrði rannsókninni sem var gerð hjá New York University Grossman School of Medicine.
Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd eða birt í vísindariti.