Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem er birt á sama tíma og vaxandi þrýstingur er á stjórn Biden að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinganna. The Guardian skýrir frá þessu.
Fram kemur að af þeim mörgu leiðum sem ríkisstjórnin getur farið í loftslagsmálum þá muni það koma Bandaríkjunum besta að skipt verði úr notkun jarðefnaeldsneytis yfir í hreina og umhverfisvæna orkugjafa. Þetta myndi vera best út frá efnahagslegu sjónarmiði en einnig út frá því hversu mörgum mannslífum verður hægt að bjarga með þessu.
Með því að auka notkun hreinna orkugjafa þarf að auka notkun sólar- og vindorku. Til að hraða skiptingu yfir í þessa orkugjafa hefur verið viðrað að nota bæði hvatningarkerfi og nokkurskonar sektir fyrir þá sem draga lappirnar í að skipta yfir. Stjórn Biden hafði í hyggju að koma þessu inn í risastóra áætlun um innviðauppbyggingu í Bandaríkjunum en varð að falla frá þeirri fyrirætlun eftir samningaviðræður við Repúblikana.
Í nýju skýrslunni, sem var unnin af vísindamönnum við Harvard University, Georgia Institute of Technology og Syracuse University, kemur fram að áhrifaríkast sé að ná því markmiði að 80% af orkunotkun Bandaríkjanna komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2030, með því sé hægt að bjarga flestum mannslífum eða 317.500 á næstu 30 árum.
Að auki myndi mikið fjármagn sparast með þessu í heilbrigðiskerfinu og öll ríki Bandaríkjanna myndu njóta ávinnings af þessu hvað varðar minni mengun. Sérstaklega Ohio, Texas, Pennsylvania og Illinois en í þessum ríkjum eru innviðirnir að stórum hluta byggðir upp á notkun jarðefnaeldsneytis.