fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Segir vaxandi ógn stafar af öfgasinnuðum andstæðingum fóstureyðinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 09:30

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anu Kumar, forseti Ipas, sem eru samtök sem berjast fyrir aðgengi kvenna að getnaðarvörnum og fóstureyðingum um allan heim, segir að herská samtök andstæðinga fóstureyðinga í Bandaríkjunum færist í aukana og ógn stafi af þeim.

Kumar segir að bandarísku hreyfingarnar séu orðnar öfgasinnaðri en áður og vinni nú að því að dreifa hugmyndafræði sinni um allan heim.

Ummælin féllu í kjölfar frétta um að herská samtök andstæðinga fóstureyðinga, sem styðja jafnframt frjálsa skotvopnaeign, reyni að sækja konur til saka sem fara í fóstureyðingu og kæra þær fyrir morð. Samtök af þessu tagi hasla sér sífellt meiri völl í Bandaríkjunum og seilast til áhrifa hvað varðar lagasetningar.

Kumar sagði að á tíunda áratugnum hafi samtök á borð við Operation Rescue og Operation Save America verið ansi ofbeldisfull. Nú séu jafnvel enn öfgafyllri og ofbeldisfyllri samtök starfandi. Þetta séu samtök sem berjist gegn réttindum mæðra.

Frá því að Donald Trump lét af embætti forseta hafa Repúblikanar víða í Bandaríkjunum séð til þess með lagasetningum að árið 2021 er það fjandsamlegast til þessa hvað varðar aðgengi kvenna að fóstureyðingum en þær voru heimilaðar á landsvísu 1973.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið