fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Gruna Lukasjenko um græsku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. júlí 2021 17:00

Frá landamærum Litháens og Hvita-Rússlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að hinn umdeildi og óvinsæli einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, Aleksandr Lukasjenko, hafi fundið nýtt vopn sem hann beitir gegn nágrannaríkjum, sem eru í ESB, sem beita stjórn hans refsiaðgerðum. Þetta vopn er eiturlyf og flóttamenn.

Grunur leikur á að Lukasjenko láti flytja flóttamenn frá Miðausturlöndum til Hvíta-Rússlands með það að markmiði að senda þá áfram til nágrannaríkjanna.

Í Litháen hefur neyðarástandi verið lýst yfir vegna skyndilegs og mikils álags á landamærin en samhliða aukinni spennu á milli ESB og Hvíta-Rússlands hefur mikill fjöldi útlendinga komið yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi. Það á í sjálfu sér ekki að koma mjög á óvart því í ræðu á hvítrússneska þinginu þann 26. maí sagðist Lukasjenko ætla að leggja niður landamæraeftirlit við 680 km löng landamærin að Litháen. „Við stöðvuðum eiturlyf og innflytjendur. Framvegis getið þið sjálf séð um þetta,“ sagði hann.

Það eru ekki aðeins refsiaðgerðir ESB sem fara illa í Lukasjenko og hans fólk. Reiðin beinist einnig að Litháum fyrir að hafa veitt Svetlanda Tikhanovskaja, stjórnarandstöðuleiðtoga, og öðrum pólitískum flóttamönnum húsaskjól og aðstoð.

Nýlega tilkynnti hvítrússneska utanríkisráðuneytið að það segi nú skilið við samning við ESB um að koma í veg fyrir að útlendingar komist inn í ESB. Þetta breytir svo sem ekki miklu því lengi hefur verið vitað að hvítrússneskir landamæraverðir loka augunum fyrir ferðum útlendinga yfir landamærin til ESB.

Litháa grunar að Hvítrússar beinlínis flytji inn flóttamenn frá Miðausturlöndum til þess eins að senda þá áfram til Litháen. Hvíta-Rússland hefur aldrei verið vinsæll áfangastaður en nú landið skyndilega vinsælt hjá ferðaskrifstofum í Írak og Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga