fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Framtíðarörkin verður í geimnum – Geta geymt sæði í 200 ár

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. júlí 2021 12:30

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir japanskra vísindamanna í Alþjóðlegu geimstöðinni sýna að það hefur ekki áhrif á gæði sæðis að það verði fyrir geimgeislun. Þeir hafa gert rannsóknir á þessu á undanförnum árum í geimstöðinni. Þetta þýðir að næsta Örkin hans Nóa mun ekki sigla á heimshöfunum heldur vera í öruggri fjarlægð frá jörðinni.

Niðurstaða Japananna er að það sé án vandkvæða hægt að geyma sæði og annað erfðaefni í geimnum og því sé hægt að koma upp líffræðilegum varasjóði ef eitthvað mikið fer úrskeiðis hér niðri á jörðinni.

Með tilraunum, bæði í geimstöðinni og hér niðri á jörðinni, komust Japanarnir að því að gen geta lifað geimgeislun af og verið nothæf eftir hana.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í Science Advances Journal. Í henni kemur fram að 168 mýs hafi verið getnar með frostþurrkuðu sæði sem hafði verið geymt í tæp sex ár í geimstöðinni og orðið fyrir geimgeislun á þeim tíma. Ekkert annað lífrænt efni hefur verið geymt svona lengi í geimstöðinni áður en það var flutt aftur til jarðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann