fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Tengja krabbamein við áfengisneyslu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 08:00

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar tengdust 741.300 ný krabbameinstilfelli á síðasta ári áfengisneyslu. Áfengisneysla er tengd við fjögur prósent af öllum nýjum krabbameinstilfellum á heimsvísu samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet Oncology

Karlar voru þrír fjórðu þeirra sem greindust með krabbamein sem er talið afleiðing áfengisneyslu. Er þá átt við mikla áfengisneyslu í flestum tilfellum en þó er eitt af hverjum sjö tilfellum tengt við hóflega áfengisneyslu.

Rannsakendurnir fóru yfir gögn um áfengissölu, framleiðslu, skatt og neyslu til að kortleggja hversu mikið fólk drakk daglega í hinum ýmsu löndum árið 2010. Miðað var við það ár þar sem svo langt er um liðið að áhrif áfengisneyslunnar á krabbamein ættu að vera komin fram.

Út frá þessum gögnum telja rannsakendurnir að fjögur prósent allra krabbameinstilfella á síðasta ári tengist áfengisneyslu beint eða 741.300 tilfelli. Af þeim voru karlar 568.799 eða 77%.

Niðurstöðurnar sýna að fjöldi krabbameinstilfella, tengdum áfengisneyslu, er mjög mismunandi á milli heimshluta. Flest eru tilfellin í austanverðri Asíu og Mið- og Austur-Evrópu en fæst í Norður-Ameríku og vestanverðri Asíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum