fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Stór hópur rússneskra tölvuþrjóta er horfinn – Gripu rússnesk stjórnvöld í taumana?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:48

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tölvuþrjótahópurinn Revil Group (sem kallar sig einnig Sodinokibi) hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á mörg hundruð tölvuárásum á fyrirtæki og stofnanir um allan heim. Nú er ekki annað að sjá en hópurinn sé algjörlega horfinn af sjónarsviðinu og er orðrómur á kreiki um að rússnesk yfirvöld hafi gripið í taumana og handtekið meðlimi hópsins.

Búið er að loka heimasíðu hópsins, þar sem fórnarlömb hans gátu greitt lausnargjald til að fá aftur aðgang að tölvukerfum sínum, og bloggsíðu hans. BBC skýrir frá þessu.

Hvarf hópsins kemur á sama tíma og bandarísk yfirvöld þrýsta sífellt meira á rússnesk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn rússneskum tölvuþrjótum sem hafa herjað á heimsbyggðina á undanförnum árum. Bandarísk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið sérstaklega illa út í aðgerðum þeirra.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, á föstudaginn og sagt honum að Bandaríkin taki netglæpi mjög alvarlega og að hann vænti þess að rússnesk yfirvöld myndu sjá um mál rússneskra tölvuþrjóta.

Af þessum sökum hafa verið uppi vangaveltur um að rússnesk yfirvöld hafi látið til skara skríða gegn hópnum en það er þó ekki öruggt. Sérfræðingar hafa bent á að ekki sé óalgengt að hópar tölvuþrjóta láti sig hverfa af Internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“