fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Stór hópur rússneskra tölvuþrjóta er horfinn – Gripu rússnesk stjórnvöld í taumana?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:48

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tölvuþrjótahópurinn Revil Group (sem kallar sig einnig Sodinokibi) hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á mörg hundruð tölvuárásum á fyrirtæki og stofnanir um allan heim. Nú er ekki annað að sjá en hópurinn sé algjörlega horfinn af sjónarsviðinu og er orðrómur á kreiki um að rússnesk yfirvöld hafi gripið í taumana og handtekið meðlimi hópsins.

Búið er að loka heimasíðu hópsins, þar sem fórnarlömb hans gátu greitt lausnargjald til að fá aftur aðgang að tölvukerfum sínum, og bloggsíðu hans. BBC skýrir frá þessu.

Hvarf hópsins kemur á sama tíma og bandarísk yfirvöld þrýsta sífellt meira á rússnesk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn rússneskum tölvuþrjótum sem hafa herjað á heimsbyggðina á undanförnum árum. Bandarísk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið sérstaklega illa út í aðgerðum þeirra.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, á föstudaginn og sagt honum að Bandaríkin taki netglæpi mjög alvarlega og að hann vænti þess að rússnesk yfirvöld myndu sjá um mál rússneskra tölvuþrjóta.

Af þessum sökum hafa verið uppi vangaveltur um að rússnesk yfirvöld hafi látið til skara skríða gegn hópnum en það er þó ekki öruggt. Sérfræðingar hafa bent á að ekki sé óalgengt að hópar tölvuþrjóta láti sig hverfa af Internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga