fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Stór hópur rússneskra tölvuþrjóta er horfinn – Gripu rússnesk stjórnvöld í taumana?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:48

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tölvuþrjótahópurinn Revil Group (sem kallar sig einnig Sodinokibi) hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á mörg hundruð tölvuárásum á fyrirtæki og stofnanir um allan heim. Nú er ekki annað að sjá en hópurinn sé algjörlega horfinn af sjónarsviðinu og er orðrómur á kreiki um að rússnesk yfirvöld hafi gripið í taumana og handtekið meðlimi hópsins.

Búið er að loka heimasíðu hópsins, þar sem fórnarlömb hans gátu greitt lausnargjald til að fá aftur aðgang að tölvukerfum sínum, og bloggsíðu hans. BBC skýrir frá þessu.

Hvarf hópsins kemur á sama tíma og bandarísk yfirvöld þrýsta sífellt meira á rússnesk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn rússneskum tölvuþrjótum sem hafa herjað á heimsbyggðina á undanförnum árum. Bandarísk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið sérstaklega illa út í aðgerðum þeirra.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, á föstudaginn og sagt honum að Bandaríkin taki netglæpi mjög alvarlega og að hann vænti þess að rússnesk yfirvöld myndu sjá um mál rússneskra tölvuþrjóta.

Af þessum sökum hafa verið uppi vangaveltur um að rússnesk yfirvöld hafi látið til skara skríða gegn hópnum en það er þó ekki öruggt. Sérfræðingar hafa bent á að ekki sé óalgengt að hópar tölvuþrjóta láti sig hverfa af Internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi