fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Ofbeldisalda í Bandaríkjunum – Vekur ótta í stórborgunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 22:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofbeldisalda geisar nú í mörgum borgum og bæjum í Bandaríkjunum. Deilt er um hverjar ástæðurnar fyrir þessu eru en ljóst er að þetta veldur ákveðnum þrýstingi á stjórn Joe Biden. Skemmst er að minnast að um þjóðhátíðarhelgina voru 850 skotnir í landinu, bæði börn og fullorðnir.

Gögn frá Gun Violence Archive, sem eru samtök sem skrá alla þá sem látast og særast i skotárásum í Bandaríkjunum, sýna að rúmlega 600 skotárásir voru gerðar um þjóðhátíðarhelgina, árásir þar sem fólk lést eða særðist. Að minnsta kosti 233 voru drepnir og 618 særðust.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, lýsti nýlega yfir nokkurskonar neyðarástandi en það gerir yfirvöldum kleift að taka af meiri festu á ofbeldinu. „Þegar nýjustu tölur eru skoðaðar sést að fleiri látast af völdum skotvopna og afbrota en af völdum COVID-19,“ sagði hann.

Áður en þjóðhátíðarhelgin rann upp höfðu margir spáð því að hún myndi verða slæm hvað þetta varðar. „Ég er skíthræddur við sumarið ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Mark Bryant, stofnandi Gun Violence Archive, í samtali við Washington Post. „Ég á von á að þetta verði metár,“ bætti hann við.

Sú þróun sem nú á sér stað hófst á síðasta ári þegar fjöldi drápa jókst mjög, sérstaklega í stórborgunum. Aukningin var 56% í Chicago, 45% í New York og 36% í og við San Francisco. Síðustu þrjá áratugina á undan hafði ofbeldisglæpum farið fækkandi.

Þegar kemur að því að leita orsakanna fyrir þessu eru margvísleg sjónarmið á lofti. Repúblikanar og aðrir íhaldsmenn telja að niðurskurður fjárheimilda hjá lögreglunni í stórborgunum og það að lögreglan haldi frekar aftur af sér þessi misserin, eftir þá miklu reiði sem hefur beinst að henni fyrir dráp á svörtu fólki, hafi nánast veitt ofbeldismönnum frjálsar hendur.

Samkvæmt könnun sem ABC og Washington Post gerðu nýlega vilja 55% Bandaríkjamanna auka fjárveitingar til lögreglunnar og 76% kjósenda Repúblikanaflokksins eru þessarar skoðunar.

Meðal Demókrata vilja margir að í staðinn fyrir að auka fjárveitingar til lögreglunnar verði meira fé veitt til félagsmálayfirvalda og geðhjálpar til að hægt sé að aðstoða unga meðlimi glæpagengja og þann mikla fjölda sem er heimilislaus í landinu. Þessi hópur bendir á að heimsfaraldurinn hafi ekki aðeins svipt milljónir vinnunni heldur einnig orðið til þess að margir drekka meira áfengi og að notkun fíkniefna hafi einnig aukist mikið, að minnsta kosti ef miða má við fjölda dauðsfalla af völdum fíkniefnaneyslu.

Heimsfaraldurinn varð einnig til þess að fólk hamstraði skotvopn. Á síðasta ári seldust rúmlega 40 milljónir skotvopna í Bandaríkjunum og var það aukning um 40% frá 2019 samkvæmt því sem USA Today segir. Þessi aukning hefur haldið áfram á þessu ári.

En það skiptir kannski ekki miklu máli hvar ábyrgðin liggur því ríkisstjórn Joe Biden getur ekki hunsað vandann því málið mun verða hitamál í þingkosningunum á næsta ári. Ótti við afbrot hefur oft grafið undan hugmyndum og lausnum frjálslyndra stjórnmálamanna og kjósendur hafa þá hallað sér að íhaldsmönnum sem boða harðar aðgerðir.  Ofbeldisaldan gæti því verið slæm fyrir Demókrata og þar með ríkisstjórn Joe Biden þegar kemur að þingkosningunum á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans