fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Indónesía gæti orðið miðpunktur heimsfaraldursins í Asíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 07:59

Jakarta er höfuðborg Indónesíu enn sem komið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn greindust rúmlega 54.000 manns með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Indónesíu og hafa aldrei verið fleiri á einum degi þar í landi. Rétt er að hafa í huga að sýnatökugetan er takmörkuð í landinu og því má reikna með að margir sýktir hafi ekki farið í sýnatöku. Indónesía gæti vel orðið miðpunktur heimsfaraldursins í Asíu.

Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 2,7 milljónir greinst með veiruna fram að þessu. Skráð dauðsföll eru rúmlega 69.000.

Rúmlega 270 milljónir búa í landinu sem er nú orðið einn af miðpunktum heimsfaraldursins ásamt Indlandi og Brasilíu.

Smitum hefur fjölgað mikið síðan 1. júní en þá greindust 4.824 smit. Vegna hins smitandi Deltaafbrigðis voru ferðatakmarkanir hertar á milli aðaleyjunnar Jövu og Balí.

Mörg sjúkrahús í landinu hafa neyðst til að vísa sjúklingum á brott því þau eiga ekki súrefni til að gefa þeim.

Sýnatökugetan er takmörkuð í þessu fjölmenna landi og smitrakning á sér ekki stað að neinu marki. Af þessum sökum má telja víst að tölur yfir smitaða séu mun hærri en opinberar tölur segja til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“