fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hér gæti helmingur borgarbúa verið búinn að smitast af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 16:30

Jakarta er höfuðborg Indónesíu enn sem komið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega hefur tæplega helmingur íbúa Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Ef þetta er rétt þá eru þetta tólf sinnum fleiri en opinberar skráningar segja til um að hafi verið búnir að smitast á þeim tíma sem rannsóknin var gerð.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið birtar 10. júlí. Rannsakað var hvort mótefni gegn kórónuveirunni væri í blóði fólks og var úrtakið um 5.000 manns en rannsóknin fór fram frá 15. til 31. mars. Niðurstöður hennar sýna að mótefni gegn veirunni var í blóði 44,5% þátttakenda, þar á meðal eru þeir sem höfðu veikst af COVID-19.

Rannsóknin var samstarfsverkefni Jakarta Provincial Health Office, University of Indonesia‘s Faculty of Public Health, Eijkman Institute for Molecular Biology og starfsmanna hjá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni US Centers for Disease Control and Prevention (CDC).

Um 10,6 milljónir búa í Jakarta samkvæmt opinberum tölum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gætu því allt að 4,7 milljónir hafa smitast af kórónuveirunni fyrir marslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga