fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Varar við afbrigðum kórónuveirunnar sem verða ónæm fyrir bóluefnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 05:52

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er stærsta áskorunin sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessa dagana varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar. Afbrigðið er mjög smitandi og hefur náð yfirhöndinni víða um heim.

Norski bóluefnavísindamaðurinn Gunnveig Grødeland segir að efni, sem gera veiruna óvirka, í núverandi bóluefnum virki ekki eins vel gegn Deltaafbrigðinu og öðrum afbrigðum. Bóluefnin veita þó mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða eða rúmlega 90% vernd. TV2 skýrir frá þessu.

Pfizer hefur sótt um heimild til að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni fyrirtækisins og BioNTech til að auka vörnina gegn veirunni. Grødeland sagði að óháð því hvort þriðji skammturinn verði gefinn þá myndi líkaminn vörn og muni eftir veirunni og með því sé byggð upp vörn gegn afbrigðum framtíðarinnar. En hún sagðist jafnframt viss um að fyrr eða síðar komi afbrigði fram á sjónarsviðið sem verði ónæmt fyrir bóluefnunum sem nú eru notuð.

„Á einhverjum tímapunkti gerist það. Veiran þróast stöðugt og stökkbreytist. Nú þegar eru rúmlega 10.000 afbrigði af henni og þetta mun halda áfram. Núverandi bóluefni veita góða vörn gegn núverandi afbrigðum,“ sagði hún.

Hún sagði að ekki þurfi að hafa áhyggjur þótt fram komi afbrigði sem er ónæmt fyrir bóluefnum. „Ef við verðum búin að ná upp hjarðónæmi þá mun það veita vernd gegn verri afbrigðum en Delta. Það er því ástæða til að vona að óháð því hvað gerist að þá munum við hafa grundvallarvernd í framtíðinni,“ sagði hún.

Hún sagðist telja að bólusetja þurfi fólk reglulega gegn COVID-19 í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár