Lögreglan telur að þeir og 26 kólumbískir samverkamenn þeirra hafi staðið á bak við morðið.
Það er ónafngreindur heimildarmaður innan DEA sem segir að annar mannanna hafi verið uppljóstrari hjá DEA en hafi ekki verið virkur þegar morðið átti sér stað.
Þriðji bandarísk/haítíski maðurinn, Christian Emmanuel Sanon, var handtekinn á sunnudaginn en hann er grunaður um að hafa ráðið Kólumbíumennina til að myrða forsetann.
Bandaríska lögreglan vinnur einnig að rannsókn á morðinu og rannsakar nú af hverju bandarísk/haítísku þremenningarnir áttu hugsanlega aðild að því.
Heimildarmaður segir að Solages og Vincent hafi sagt lögreglunni að þeir hafi verið túlkar fyrir hóp kólumbískra hermanna sem voru með handtökuskipun á hendur forsetanum en hann hafi verið látinn þegar þeir komu heim til hans.
Annars er flest á huldu sem tengist morðinu og enn liggur ekki fyrir af hverju forsetinn var myrtur og því er ekki vitað hvað bjó að baki ódæðinu.