fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Dularfullur sjúkdómur gerir út af við smáfugla í stórum stíl

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 19:31

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur sjúkdómur hefur síðan í maí drepið óteljandi smáfugla í austurhluta Bandaríkjanna. Fyrsta tilfellið kom upp nærri Washington D.C. og síðan hafa sífellt fleiri komið fram. Allt til Kentucky og Indiana í vestri og Pennsylvania í austri.

Sciencemag skýrir frá þessu. „Við klórum okkur enn í höfðinu yfir þessu,“ hefur miðillinn eftir David Stallknecht, dýrafarsóttarfræðingi.

Sjúkdómurinn hefur verið staðfestur hjá að minnsta kosti einum tug tegunda og sérstaklega hjá ungum fuglum. Það er ekkert hægt að gera við sjúkdómnum svo fuglarnir drepast eða eru aflífaðir.

Jennifer Toussaint, yfirmaður dýraeftirlitsins í Arlington, segir að týpísk einkenni sjúkdómsins séu að fuglarnir séu sljóir, jafnvægisskyn þeirra sé úr skorðum og stundum vaxi himna yfir augu þeirra.

Mörg hundruð fuglar hafa verið krufnir en vísindamenn eru engu nær um hvað veldur þessum sjúkdómi en hafa getað útilokað að um salmonellu sé að ræða sem og fjölda veira og sníkjudýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum