fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

WHO varaði við þessu fyrir mörgum mánuðum – Verður verra en nokkru sinni áður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 05:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar breiðist nú út í Suður-Afríku og öðrum Afríkuríkjum. Sérfræðingar segja að að þessi bylgja verði miklu verri en þær sem nú þegar hafa riðið yfir.

Það er hið sérstaklega smitandi Deltaafbrigði sem er mest áberandi í þriðju bylgjunni sem nú breiðist hratt út í Suður-Afríku. „Við höfum sigrast á tveimur bylgjum en nú er komið nýtt fjall sem við verðum að klífa. Þetta er stór áskorun, gríðarleg aukning smita . . . eyðileggjandi bylgja,“ sagði Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, nýlega um stöðu mála.

Til að reyna að hemja útbreiðslu faraldursins hefur verið gripið til harðra sóttvarnaaðgerða í Suður-Afríku. Meðal annars er bannað að selja áfengi og samkomubann er í gildi, bæði innanhúss og utan. Vetrarfrí í skólum hófst fyrr en ráð var fyrir gert og útgöngubann hefur verið sett á.

Bylgjan hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfi landsins, sérstaklega í Jóhannesarborg, sem er stærsta borg landsins, en þar er erfitt að finna laus sjúkrarúm fyrir þá sem þurfa.

Matshidiso Moeti, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO í Afríku, segir í fréttatilkynningu að í samanburði við fyrstu og aðra bylgju faraldursins í Afríku verði þriðja bylgjan miklu verri. „Þessi þriðja bylgjan hraðar öllu, dreifist hraðar og þyngra. Með fjölgun smita og fréttum af alvarlegum veikindum stefnir í að þessi bylgja verði sú versta í Afríku,“ segir í fréttatilkynningunni.

Til að geta haldið aftur af faraldrinum og brotið þessa kúrfu er nauðsynlegt að bólusetja Afríkubúa en það gengur hægt. Aðeins er búið að bólusetja tæplega 1% þeirra gegn COVID-19 miðað við tölur Johns Hopkins háskólans.

Í Suður-Afríku búa rúmlega 60 milljónir en þangað hafa aðeins borist um þrjár milljónir skammta af bóluefnum. Heilbrigðisráðherra landsins hefur sagt að ný sending af bóluefnum komi á næstu vikum en nokkur spillingarmál tengd kaupum á bóluefnum hafa gert út af við traust landsmanna á bólusetningaáætlun stjórnvalda.

Í öðrum Afríkuríkjum er einnig skortur á bóluefnum en WHO hefur lengi varað við nýrri bylgju faraldursins í álfunni. Aðeins er búið að bólusetja 1% íbúa álfunnar en þeir eru um 1,3 milljarðar.

Afríka er háð bóluefnum í gegnum hið alþjóðlega Covax samstarf en engar sendingar berast nú í gegnum það samstarf þar sem Indverjar hafa stöðvað útflutning bóluefna í gegnum Covax til að mæta eigin þörf fyrir bóluefni. Það er smávegis ljós í myrkrinu að Bandaríkin tilkynntu nýlega að þau sendi fljótlega fyrsta skammtinn af þeim 500 milljónum skammta sem þau hafa gefið álfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum