fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Þú færð 4 milljónir ef þú flytur hingað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 05:59

Það er fallegt á Ítalíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langar þig að breyta til? Nýtt hús? Ný vinna? Nýtt umhverfi? Þá er kannski upplagt tækifæri fyrir þig hér og ekki nóg með að þú breytir alveg til heldur færður 4 milljónir fyrir vikið.

Ofan í þetta bætist svo við þú flytur í sól og suðrænt umhverfi. Það eru héraðsyfirvöld í Kalabríu á Ítalíu sem ætla að bjóða fólki sem er reiðubúið til að flytjast í smábæi í héraðinu 28.000 evrur en það svarar til um 4 milljóna íslenskra króna. Upphæðin verður greidd út á þremur árum. CNN skýrir frá þessu.

En þessu fylgja ákveðnar kröfur. Í fyrsta lagi verða þeir sem ganga að þessu tilboði að stofna fyrirtæki eða taka yfir rekstur fyrirtækis í héraðinu. Þess utan er tilboðið aðeins fyrir 40 ára og yngri. Fólk þarf að setjast að í bæjum þar sem 2.000 eða færri búa.

Með þessu er vonast til að hægt verði að setja líf í efnahag héraðsins og litlu bæina sem glíma við fólksflótta unga fólksins.

Ítölsk yfirvöld hafa áður reynt að lokka fólk til búsetu í litlum bæjum, til dæmis með því að selja hús á eina evru og bjóða fólki háar upphæðir fyrir að setjast að í litlum bæjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann