fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Þrír stungnir í Stokkhólmi í nótt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír voru stungnir við farfuglaheimili í miðborg Stokkhólms  um klukkan 4 í nótt að staðartíma. Þrír voru handteknir á vettvangi en hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús.

Aftonbladet segir að fjölmennt lögreglulið hafi verið á vettvangi síðan tilkynnt var um málið en það er rannsakað sem morðtilraun.

Vitni sagðist í samtali við Aftonbladet hafa vaknað upp við hryllilegt öskur. Blaðið segir að 10 lögreglubílar hafi verið á vettvangi.

Lögreglan útilokar ekki að fleiri hafi verið stungnir og segir að hinir slösuðu séu með alvarlega áverka.

Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki væri talið að um hryðjuverk væri að ræða og að líklega hefði komið til deilna sem enduðu með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast