Aftonbladet segir að fjölmennt lögreglulið hafi verið á vettvangi síðan tilkynnt var um málið en það er rannsakað sem morðtilraun.
Vitni sagðist í samtali við Aftonbladet hafa vaknað upp við hryllilegt öskur. Blaðið segir að 10 lögreglubílar hafi verið á vettvangi.
Lögreglan útilokar ekki að fleiri hafi verið stungnir og segir að hinir slösuðu séu með alvarlega áverka.
Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki væri talið að um hryðjuverk væri að ræða og að líklega hefði komið til deilna sem enduðu með þessum hætti.