Þessi bráðnun eykur hættuna á gróðureldum á svæðinu. „Ég hef unnið við þetta í 30 ár hér í Washington en man ekki eftir að snjór og ís hafi áður bráðnað svona hratt áður,“ sagði Scott Pattee, sem vinnur hjá veðurstofu ríkisins við vöktun á snjó og vatni, í samtali við The Independent.
„Þetta er mjög óvenjulegt. Að undanförnu höfum við misst jökla vegna loftslagsbreytinganna eða einhvers annars en að þetta gerist svona hratt er hræðilegt,“ sagði hann einnig.
Hitabylgjurnar eru afleiðing af háþrýstisvæði sem liggur yfir svæðinu en það heldur heitu lofti föstu og úr verður einhverskonar hitakúpull.