fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Venus lokkar – Nokkrar geimferðir fyrirhugaðar á næstu árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 17:00

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum munu nokkur geimför halda til nágrannaplánetu okkar Venusar til margvíslegra rannsókna. Venus er ógestrisnasta plánetan í sólkerfinu vegna gríðarlegs hita og þrýstings á yfirborði hennar.

Eitt af geimförunum mun fara niður í gegnum þétt og heitt andrúmsloftið en tvö önnur munu fara á braut um plánetuna og nota háþróaðar ratsjár til að rannsaka það sem leynist undir skýjunum.

Á annan áratug hafa bandarísku og evrópsku geimferðastofnanirnar ekki sýnt Venusi mikinn áhuga en í síðasta mánuði tilkynntu þær um þrjár ferðir þangað á næstu árum. Markmiðið með þessum ferðum er að komast að því af hverju þessi systurpláneta jarðarinnar er svo ólík jörðinni okkar.

Þær eru svipaðar að stærð, svipað gamlar, uppbyggðar á svipaðan hátt og eru á braut um sömu stjörnuna. Áður fyrr var talið að undir þykku skýjalagi Venusar gætu verið höf eða skógar og því sendu bæði Bandaríkin og Sovétríkin geimför þangað á áttunda og níunda áratugnum.

En þær upplýsingar sem fengust með þessum geimferðum sýndu að undir skýjunum var hreint helvíti. Yfirborðshitinn reyndist vera 475 gráður og loftþrýstingurinn 93 bör en það er sami þrýstingur og á eins kílómetra dýpi í höfunum hér á jörðinni.

Sovésk geimför lentu á Venusi á áttunda og níunda áratugnum og náðu að senda smávegis af gögnum til jarðarinnar áður en þrýstingurinn eyðilagði þau. Meðal gagnanna var að þykk brennisteinsský umlykja plánetuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon