fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Venus lokkar – Nokkrar geimferðir fyrirhugaðar á næstu árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 17:00

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum munu nokkur geimför halda til nágrannaplánetu okkar Venusar til margvíslegra rannsókna. Venus er ógestrisnasta plánetan í sólkerfinu vegna gríðarlegs hita og þrýstings á yfirborði hennar.

Eitt af geimförunum mun fara niður í gegnum þétt og heitt andrúmsloftið en tvö önnur munu fara á braut um plánetuna og nota háþróaðar ratsjár til að rannsaka það sem leynist undir skýjunum.

Á annan áratug hafa bandarísku og evrópsku geimferðastofnanirnar ekki sýnt Venusi mikinn áhuga en í síðasta mánuði tilkynntu þær um þrjár ferðir þangað á næstu árum. Markmiðið með þessum ferðum er að komast að því af hverju þessi systurpláneta jarðarinnar er svo ólík jörðinni okkar.

Þær eru svipaðar að stærð, svipað gamlar, uppbyggðar á svipaðan hátt og eru á braut um sömu stjörnuna. Áður fyrr var talið að undir þykku skýjalagi Venusar gætu verið höf eða skógar og því sendu bæði Bandaríkin og Sovétríkin geimför þangað á áttunda og níunda áratugnum.

En þær upplýsingar sem fengust með þessum geimferðum sýndu að undir skýjunum var hreint helvíti. Yfirborðshitinn reyndist vera 475 gráður og loftþrýstingurinn 93 bör en það er sami þrýstingur og á eins kílómetra dýpi í höfunum hér á jörðinni.

Sovésk geimför lentu á Venusi á áttunda og níunda áratugnum og náðu að senda smávegis af gögnum til jarðarinnar áður en þrýstingurinn eyðilagði þau. Meðal gagnanna var að þykk brennisteinsský umlykja plánetuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið