fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Búið að bólusetja 1 milljarð Kínverja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 09:30

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld reikna með að vera búin að gefa 2,3 milljarða skammta af bóluefnum gegn COVID-19 fyrir árslok. Þessu á að vera lokið áður en Vetrarólympíuleikarnir fara fram þar í landi á næsta ári.

Nú er bólusett af miklum krafti og til að bregðast við staðbundnum faröldrum er gripið til harðra sóttvarnaaðgerða. Bæjum og bæjarhlutum er hreinlega lokað. Ferðatakmörkunum er beitt sem og öðrum sóttvarnaaðgerðum.

Kínverjar viðurkenna að þeir hafi byrjað of seint að bólusetja því almennt var lítil þörf talin á því eftir að samfélagið komst fljótt í fullan gang eftir að hörðum sóttvarnaaðgerðum var beitt í Wuhan og öðrum stöðum þar sem faraldrar brutust út.

En ný afbrigði, fleiri litlir faraldrar og sú staðreynd að í framtíðinni verður bólusetningarvottorð skilyrði fyrir því að geta ferðast hefur orðið til þess að áhugi fólks á að láta bólusetja sig hefur aukist mikið.

Nú eru um 20 milljónir landsmanna bólusettir daglega. Markmiðið er að gefa 2,3 milljarða skammta fyrir árslok en það svarar þá til þess að 80% af þjóðinni hafi verið bólusett. Þangað til er reiknað með að hörðum sóttvarnaaðgerðum verið beitt þegar staðbundnir faraldrar blossa upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti