fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar hóta stríði ef Taívan lýsir yfir sjálfstæði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 12:30

Nýju herskipi fagnað á Taívan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spilið um framtíð Taívan er í fullum gangi og Kínverjar verða sífellt ágengari við eyjuna. Kínverskar herflugvélar rjúfa lofthelgi landsins oft og bandarísk herskip sigla nærri eyjunni til að sýna stuðning Bandaríkjanna við Taívan í verki. Bandaríkin leggja mikla áherslu á að þeim sé frjálst að sigla herskipum sínum um svæðið. Óhætt er að segja að orðaskakið og deilurnar um Taívan harðni dag frá degi.

Spennan fer vaxandi og spurningin er eiginlega bara hver blikkar fyrst og lætur undan. Samband ríkjanna hefur aldrei verið gott og aðeins einu sinni hafa leiðtogar þeirra hist en það var í nóvember 2015 en þá funduðu Xi Jinping, forseti Kína, og Ma Yingjeou, þáverandi forseti Taívan, í Singapúr. Þeir reyndu þá að bæta samband ríkjanna en leiðin hefur bara legið niður á við síðan.

Samband ríkjanna fór versnandi um leið og Tsai Ingwen var kosinn forseti Taívan í janúar 2016. Úrslitin voru mikið áfall fyrir kommúnistastjórnina í Peking því kosningabarátta Tsai Ingwen gekk út á sjálfstæði Taívan. Kosningasigurinn gerði því út af við alla drauma um hugmyndafræðina „Eitt land – tvö kerfi“ eins og var heitið þegar Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong. Þróun mála í Hong Kong að undanförnu er eflaust ekki til þess fallin að auka áhuga íbúa Taívan á að sameinast hinu Kína, þessu á meginlandinu.

Stjórnvöld í Peking voru ósátt við úrslitin en það var ekki fyrr en eftir endurkjör Tsai Ingwen í janúar 2020 sem Kínverjar fóru að láta heyra í sér af meiri þrótti. Það gerðist um leið og Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hóf herferð sína gegn Kínverjum og lét bandarísk herskip reglulega sigla um Suður-Kínahaf og Taívansund en það er mikil ögrun að mati Kínverja sem telja sundið vera kínverskt yfirráðasvæði.

Auk þess að bæði Kína og Bandaríkin sýna hernaðarmátt sinn við Taívan þá er Taívan orðið athvarf flóttamanna frá Hong Kong sem hafa flúið undan ofsóknum kínverska kommúnistaflokksins gegn lýðræðissinnum og mótmælendum. Þetta hefur haft þau áhrif að byrjað er að slíta óformleg tengsl Taívan við Macao og Hong Kong, sem eru kínversk yfirráðasvæði. Macao lokaði tengslaskrifstofu sinni í Taipei á Taívan fyrirvaralaust í síðasta mánuði og skömmu síðar lokaði Taívan tengslaskrifstofu sinni í Hong Kong. Það gerðist eftir að harðlínustjórnin í Hong Kong krafðist þess að núverandi starfsmenn skrifstofunnar sem og starfsmenn hennar í framtíðinni skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir styðji „Eitt land – tvö kerfi“ hugmyndafræðina.

Í kjölfarið lagði kínverska varnarmálaráðuneytið línurnar alveg skýrt. „Taívan verður að skilja til fulls að framtíðin felur í sér sameiningu við Kína og að Taívan getur ekki verið áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Ren Guoqiang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að flug kínverskra herflugvéla inn í lofthelgi Taívan væri nauðsynlegt til að tryggja fullveldi landsins út frá stöðunni við Taívansund. „Sérhver tilraun til að nota Bandaríkin til að tryggja sjálfstæði er dæmd til að mistakast. Sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin