Þetta sagði hún á fréttamannafundi á þriðjudaginn. Hún hvatti foreldra, kennara og presta til að fylgjast með hegðun unglinga og tilkynna til yfirvalda ef þeir brjóta lög.
Hún sagðist einnig harma að íbúar Hong Kong hefðu syrgt fimmtugan mann sem framdi sjálfsvíg eftir að hafa stungið lögreglumann þann 1. júlí en þá var eitt ár liðið frá því að nýju öryggislögin tóku gildi. „Íbúar hafa lengið þurft að þola ranghugmyndir, til dæmis að hægt sé að ná réttlæti með ólöglegum hætti,“ sagði hún og bætti við að þær hættur sem steðja að þjóðaröryggi komi frá „hugmyndafræði“.
Frá því að öryggislögin voru sett hafa helstu stjórnarandstæðingarnir verið handteknir eða hafa flúið land. Gagnrýnendur segja að lögin hafi gert út af við frelsi borgarinnar og réttindi íbúanna en stuðningsfólk segir að þau hafi komið á jafnvægi á nýjan leik.
Carrie Lam sagði að ríkisstjórnin megi ekki leyfa „ólöglegum hugmyndum að ná til almennings í gegnum menntun, listir og menningu“.