fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Gengur hægt að bólusetja í Austur-Evrópu – Vekur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 06:59

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög mikill munur á hvernig bólusetningar ganga í Evrópu. Hér á landi eru þær langt komnar og ástandið svo gott að sóttvarnaaðgerðir hafa verið felldar úr gildi. En sömu sögu er ekki að segja víða í álfunni og hafa sérfræðingar og fleiri áhyggjur af þessu.

Hægst ganga bólusetningar í Búlgaríu og áhugi landsmanna á að láta bólusetja sig fer dvínandi.  Aðeins 16% hafa fengið einn skammt af bóluefni og 14% hafa lokið bólusetningu.  Staðan er litlu skárri í Rúmeníu en innan við þriðji hver fullorðinn hefur fengið einn skammt af bóluefni þar. Ekki er hægt að kenna skorti á bóluefnum um og má í því sambandi benda á að Danir keyptu í síðustu viku 1,17 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer/BioNTech af Rúmenum þar sem þeir sáu ekki fram á að koma þeim út.

Að meðaltali hafa 61% íbúa ESB fengið einn skammt hið minnsta af bóluefni. Best er staðan í Belgíu en þar hafa 76% fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og 42% hafa lokið bólusetningu. Malta kemur þar á eftir með 72% sem hafa fengið einn skammt og 33% sem hafa lokið bólusetningu. Í Finnlandi eru hlutföllin 72% og 22%.

Almennt séð er töluverður munur á Austur- og Vestur-Evrópu þegar kemur að bólusetningum. Af þeim 11 löndum, þar sem fæstir hafa verið bólusettir, eru 10 í Austur-Evrópu og við Eystrasalt.

Framkvæmdastjórn ESB hefur áhyggjur af þessu en hún hefur sett það markmið að öll aðildarríkin verði búin að bólusetja 70% af fullorðnum fyrir ágústlok. Framkvæmdastjórnin reiknar með að í júlí verði öll aðildarríkin búin að fá nægilega mikið af bóluefnum til að bólusetja 70% fullorðinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga