fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Trump sagður hafa hrósað Hitler – „Gerði marga góða hluti“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 05:59

Trump hefur stundum verið líkt við Hitler. Hér í mótmælum í New York 2019. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump heimsótti Evrópu í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá endalokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sagði hann við þáverandi starfsmannastjóra sinn, John Kelly: „Jæja, Hitler gerði marga góða hluti.“

Þessi ummæli komu Kelly, sem er fyrrum liðsmaður Bandaríkjahers, mjög á óvart að því er fram kemur í nýrri bók, sem heitir „FranklyWe Did Win This Election“, eftir Michael Bender, blaðamann hjá Wall Street JournalThe Guardian skýrir frá.

Segir blaðið að Trump hafi sagt þetta eftir að hafa fengið óundirbúna sögukennslu þar sem Kelly minnti hann á hvaða lönd voru í hvaða bandalagi í stríðinu og sagði forsetanum hvað tengdi fyrri heimsstyrjöldina við þá síðari og hvað Hitler hefði gert.

Bender hefur tekið viðtöl við Trump eftir að hann lét af embætti og segir að Trump hafi neitað að hafa sagt þetta um Hitler. Hann segir að ónafngreindir heimildarmenn hafi sagt að Kelly hafi sagt Trump að þetta væri ekki rétt hjá honum en það hafi ekki fengið á Trump sem lagði áherslu á efnahagsbata í Þýskalandi á fjórða áratugnum undir stjórn HitlerBender segir í bókinni að Kelly hafi mótmælt þessu og sagt að Þjóðverjar hefðu verið betur settir fátækir en sem hluti af því þjóðarmorði sem nasistar stóðu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur