Reiknað er með að ákvörðunin verði tilkynnt formlega síðar í dag og að í framhaldinu verði boðað til fréttamannafundar með Yoshihide Suga, forsætisráðherra.
Ekki liggur fyrir hvort þessi ákvörðun mun hafa í för með sér að algjörlega verði tekið fyrir að áhorfendur fái að vera viðstaddir keppni á Ólympíuleikunum sem hefjast þann 23. júlí og standa yfir til 8. ágúst.
Nú þegar hefur verið ákveðið að erlendir áhorfendur fái að sækja leikana og einnig var búið að ákveða að aðeins megi nýta helming þeirra sæta sem eru í boði hverju sinni, þó að hámarki 10.000.
Reiknað er með að ákvörðun um hvort áhorfendur fá að sækja leikana verði tekin í dag eða á morgun. Læknisfræðilegir ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa vikum saman sagt að áhættuminnsta lausnin sé að meina áhorfendum að sækja leikana, einnig Japönum.
Japanskur almenningur hefur miklar áhyggjur af að ný bylgja faraldursins skelli á nú þegar mörg þúsund íþróttamenn og aðrir, sem tengjast leikunum, streyma til landsins.
Í gær greindust 920 smit í landinu og hafa þau ekki verið fleiri á einum degi síðan í maí.