Þegar hann var rétt sestur á klósettið fann hann skyndilega „stungu við kynfærin“. Því næst sá hann 1,6 metra langa pýtonslöngu í klósettinu. Hann hafði ekki verið stungin, það var slangan sem beit hann.
Sky News segir að slangan, sem er upprunnin í Asíu, geti orðið allt að 9 metrar á lengd. Talið er að hún hafi komist í klósettið hjá manninum í gegnum skolplagnir í húsinu.
„Skömmu eftir að hann settist á klósettið segist maðurinn hafa fundið „stungu við kynfærin“,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Maðurinn fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut.
Lögreglunni tókst ekki að staðfesta hvaða leið slangan fór til að enda í klósetti mannsins en telur að hún hafi sloppið úr íbúð nágrannans, 24 ára eiganda 11 slangna. Hann hefur verið kærður fyrir vanrækslu sem leiddi til þess að nágranninn varð fyrir líkamstjóni.
Sérfræðingur fjarlægði slönguna úr klósettinu og kom henni til nágrannans.