fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Fundu kórónuveiru í loftögnum í fjögurra metra fjarlægð frá þeim smitaða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 20:00

Veiran fór illa með konuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá rannsóknarstofnun norska hersins (FFI) fundu kórónuveiru í loftögnum í fjögurra metra fjarlægð frá þeim smitaða. Þetta kom vísindamönnunum mjög á óvart.

„Við áttum ekki von á þessu. Við áttum ekki von á að finna svona mikið, að minnsta kosti ekki í fjögurra metra fjarlægð, en það gerðum við,“ hefur VG eftir Jostein Gohli, hjá FFI.

Gohli er í forsvari fyrir NorCov2 rannsóknina sem miðar að því að kortleggja hvernig kórónuveiran hegðar sér.

Hann sagði að þrátt fyrir að veiran hafi fundist í fjögurra metra fjarlægð frá hinum smitaða sé það ekki ávísun á að hún smitist í svo mikilli fjarlægð.

Mælingar voru gerðar í eins, tveggja og fjögurra metra fjarlægð í herbergi til að sjá hvenær veiran væri til staðar.

„Tækin okkar mældu veiruna í fjögurra metra fjarlægð. Hún fór svo langt. Það er það eina sem við vitum með vissu,“ sagði Gohli og lagði áherslu á að ekki hafi verið sýnt fram á að veiran smiti fólk í svo mikilli fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?