fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Fer út í geim 60 árum eftir að henni var meinað það vegna kynferðis hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 19:00

Jeff Bezos og Wally Funk. Mynd:Blue Origin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. júlí næstkomandi verður New Shepard geimflaug Blue Origin, geimferðafyrirtækis Jeff Bezos stofnanda netverslunarinnar Amazon, skotið út í geim frá Texas. Meðal farþeganna verður Wally Funk, 82 ára, sem hlaut þjálfun sem geimfari á sjöunda áratugnum en fékk ekki að fara út í geim vegna kynferðis síns.

Sky News segir að Bezos hafi valið Funk til ferðarinnar og verður hún heiðursgestur. Funk er að vonum ánægð með þetta og segir frábært að fá loks að fara út í geim. „Ég elska þetta. Vá! Haha. Ég get varla beðið,“ segir hún í myndbandi sem Bezos birti á Instagram.

„Þeir sögðu: „Þú ert stelpa, þú getur ekki gert þetta.“ Ég sagði: „Gettu hvað, það skiptir ekki máli hvað þú ert. Þú getur gert það ef þú vilt,“ og mér finnst gaman að gera hluti sem enginn hefur gert áður,“ segir hún einnig í myndbandinu.

Funk var yngsta konan í hópi 13 kvenna sem stóðust sama geimfarapróf og þeir sjö karlmenn sem tóku þátt í Mercury Seven verkefninu sem miðað að því að senda fyrstu Bandaríkjamennina út í geim á árunum 1961 til 1963.

Konunum var hins vegar meinað að fara út í geim vegna kynferðis þeirra. NASA vildi aðeins senda karlmenn út í geim á þeim tíma.

Mercury Seven verkefninu var síðan skyndilega hætt og Rússar urðu fyrstir til að senda konu út í geim en það var Valentina Tereshkova sem fór í geimferð 1963.

Geimferð Bezos og Funk mun taka um 10 mínútur. Auk þeirra verður bróðir Bezos, Mark, með í för og hæstbjóðandi í síðasta sætið en ágóðinn af uppboðinu rennur til góðgerðarmála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi