fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Félagsleg áhrif heimsfaraldursins leggjast misjafnlega á hina ýmsu samfélagshópa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 08:00

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn vísindamanna við University College London sýnir hvernig heimsfaraldurinn hefur lagst misjafnlega á hina ýmsu samfélagshópa. Meðal annars kemur fram að dánartíðnin var um 25% hærri meðal fátækra Breta en þeirra sem eru betur efnum búnir.

Í norðvesturhluta landsins, á svæðinu í kringum Manchester, hefur væntanlegur meðallífaldur karla lækkað um 1,6 ár en hjá konunum um 1,2 ár. Þegar horft er á England sem heild hefur væntanlegur meðallífaldur karla lækkað um 1,3 ár en um 0,9 ár hjá konunum.

Michael Marmot, prófessor, segir að niðurstöður þessarar rannsóknar hans komi á „óvart“ í neikvæðri merkingu. Hann hvetur yfirvöld til að nota tölurnar til að bæta aðgengi fólks að heilbrigðiskerfinu. „Á leið út úr heimsfaraldrinum væru það hörmuleg mistök að reyna að endurvekja gömlu aðstæðurnar. Á síðustu 10 árum hefur framþróunin í breska heilbrigðiskerfinu verið sú næstversta í Evrópu og heimsfaraldurinn hefur aukið ójöfnuðinn í heilbrigðismálum“, sagði hann í samtali við The Times.

Líkurnar á að fátækt fólk smitist af kórónuveirunni eru meiri en hjá þeim efnameiri vegna þess að heilsufar þeirra er síðra en einnig spilar þar inn að efnaminna fólk vinnur frekar störf þar sem það er í návígi við aðra. Efnameira fólk hefur frekar haft tækifæri til að vinna að heiman í faraldrinum og það býr oft í húsum með garði og getur því verið úti án þess að vera í fjölmenni og sjaldgæft er að nokkrar kynslóðir búi saman í húsi en hjá hinum efnaminni er það mun algengara.

Marmot segir að tölurnar frá Manchester eigi einnig við um önnur svæði í landinu. „Það er einnig mjög slæmt fyrir líkurnar á að lifa lengi að búa í fátækum hverfum Lundúna,“ sagði hann.

Andy Burnham, borgarstjóri í Greater Manchester, sagði að rannsóknin sýni svart á hvítu hversu mikill ójöfnuður er á Englandi. „Fólk í láglaunastörfum og óöruggum störfum hefur oft ekki átt annars kostar en að vera í návígi við COVID-19 og bera smit með sér heim,“ sagði hann.

Niðurstöðurnar frá Bretlandi eiga ekki aðeins við um Bretland því samkvæmt samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur faraldurinn aukið misskiptingu í nær öllum ríkjum heims. Heimsfaraldurinn er því ekki aðeins heilbrigðisvandi heldur einnig efnahags- og félagsvandi.

Mannúðarsamtökin Oxfam France segja í nýrri skýrslu að á meðan heimsfaraldrinum hefur staðið hafi um ein milljón Frakka færst niður undir fátæktarmörkin en á sama tíma hafi hinir ríku orðið ríkari.

Síðasta haust fengu rúmlega 8 milljónir Frakka matvælaaðstoð en venjulega eru það um 5,5 milljónir sem fá slíka aðstoð.  2008 voru þeir færri en 3 milljónir. Mun fleiri hafa sótt um fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera en áður.

Til að reyna að draga úr útbreiðslu veirunnar er franska ríkisstjórnin nú reiðubúin til að þvinga starfsfólk á elliheimilum til að láta bólusetja sig. Stærsti hluti franskra lækna, eða 91%, hefur nú þegar látið bólusetja sig en hlutfall bólusettra hjúkrunarfræðinga er mun lægra sem og hlutfall bólusettra starfsmanna á elliheimilum en aðeins 55% þeirra hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Jean Castex, forsætisráðherra, þrýstir nú á þingið að gera bólusetningu að skyldu fyrir alla þá sem vinna við umönnun eldra fólks eða sjúklinga. Ef setja þurfi lög til að koma þessu í framkvæmd verði að gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi