fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

17 ára piltur úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morðs á sænskum lögreglumanni – Fjölskylda hans nýtur lögregluverndar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára piltur var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald af dómara í Gautaborg í Svíþjóð. Hann er grunaður um að hafa skotið lögreglumann til bana á miðvikudaginn. Pilturinn neitar sök. Fjölskylda hans nýtur nú lögregluverndar.

Lögreglumaðurinn var skotinn í Biskopsgården í Hisingen í Gautaborg seint á miðvikudagskvöldið. Þar stóð hann ásamt öðrum lögreglumanni og var að ræða við fólk. Skotið var fyrirvaralaust á manninn. Hann lést af völdum sára sinna á sjúkrahúsi.

Morðið hefur vakið upp heitar umræður í Svíþjóð um afbrot og málefni innflytjenda en glæpagengi, sem mörg eru gengi innflytjenda, hafa lengi barist á banaspjótum og má segja að það sé vikulegur viðburður að fólk sé skotið til bana vegna átaka þessara gengja.

Ulrika Åberg, saksóknari, sagðist ekki vilja tjá sig neitt um málið en gæsluvarðhaldskrafan var tekin til meðferðar fyrir luktum dyrum af ótta við að pilturinn og fjölskylda hans verði beitt ofbeldi. Åberg sagði að málið tengist átökum og deilum í Biskopsgården. Ættingjum piltins hafi verið hótað og það sé reynsla lögreglunnar af málum í hverfinu að nánir ættingjar séu beittir ofbeldi vegna tengsla sinna við ákveðna aðila.

Búið er að flytja ættingja piltsins frá Biskopgården.

Pilturinn var handtekinn síðdegis á föstudaginn eftir viðamikla rannsókn og yfirheyrslur en þá var búið að yfirheyra um 200 manns.

Ekki er vitað af hverju lögreglumaðurinn var skotinn en lögreglan telur líklegt að morðið tengist átökum glæpagengja í hverfinu. Sænskir fjölmiðlar hafa bent á að langvarandi deilur og átök hafi staðið yfir á milli gengja í suður- og norðurhluta Biskopsgården en hverfið hefur lengi glímt við ofbeldisverk og átök glæpagengja.

Einnig hefur komið fram að pilturinn hafi í ársbyrjun 2020 verið dæmdur til eins árs meðferðar eftir að hann reyndi að drepa mann í Gautaborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður