„Það eru miklar líkur á að við munum fá merki frá vitsmunaverum í geimnum í náinni framtíð. Það gæti gerst á næstu fimm til tíu árum eða jafnvel á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði hann í samtali við Weekendavisen.
Zhang og samstarfsfólk hans vinna úr merkjum sem eru numin af stærsta útvarpssjónauka heims, Aperture Spherical Telescope (FAST), sem er í fjöllum í Guizhou í Kína. Hann er 500 metrar í þvermál.
Eitt af sjö forgangsverkefnum FAST er að leita að ummerkjum um vitsmunalíf utan jarðarinnar.
Douglas Vakoch, forseti METI International í San Francisco, segir að metnaður Kínverja í þessum efnum sé eðlilegt framhald af áhuga þeirra á geimrannsóknum en þeir hafa verið að hasla sér sífellt meiri völl í geimrannsóknum á síðustu árum. „Sérhver þjóð sem gerir sér vonir um að gera eina stærstu vísindauppgötvunina í sögu mannkynsins ætti að fjárfesta í leita að merkjum um vitsmunalíf utan jarðarinnar,“ sagði Vakoch.