fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Tilboð fyrir ferðaþyrsta – Ferð með loftbelg að mörkum gufuhvolfsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. júlí 2021 07:30

Efri lög gufuhvolfsins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtæki í Flórída í Bandaríkjunum hefur í hyggju að bjóða áhugasömum upp á ferðir í loftbelg upp að mörkum gufuhvolfsins. Farþegarnir geta því stært sig af að hafa næstum því farið út í geim.

Flugmaður verður í loftbelgnum sem er að sögn hátækniútgáfa af venjulegum loftbelg. Átta farþegar geta farið með í hverja ferð. Neðan úr sjálfum loftbelgnum mun stórt þrýstingsjafnað hylki hanga en þar verða farþegarnir og flugmaðurinn. CNN skýrir frá þessu.

Það er fyrirtækið Space Perspective sem stendur á bak við þetta og er farið að taka við bókunum fyrir Spaceship Neptune sem á að fara í fyrstu ferð sína 2024. Það er ekki á allra færi að fara í svona ferð því hún kostar 125.000 dollara á mann en það svarar til um 15,5 milljóna íslenskra króna.

Loftbelgurinn fór í fyrsta reynsluflug sitt þann 18. júní. Það var ómannað en myndavélar voru um borð svo starfsmenn á jörðu niðri gætu fylgst með fluginu sem tókst að sögn vel en það stóð yfir í sex klukkustundir og 39 mínútum betur.

Hver ferð mun taka um sex klukkustundir. Fyrstu tvær klukkustundirnar fara í að komast upp að mörkum gufuhvolfsins eða í 100.000 feta hæð. Þar mun loftbelgurinn svífa um í tvær klukkustundir áður en tveggja klukkustunda ferð niður á við hefst. Lent verður í sjó þar sem skip bíður þess að flytja farþegana í land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni