fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Bandaríkjamenn ætla að flytja mörg þúsund afganska túlka frá Afganistan

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. júlí 2021 16:00

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn undirbúa nú brottflutning mörg þúsund afganskra túlka og fjölskyldna þeirra frá Afganistan. Á brottflutningnum að vera lokið áður en bandaríska herliðið hverfur á brott frá landinu í september.

Í heildina þarf að flytja allt að 50.000 manns á brott að mati Repúblikana. Bandarískir embættismenn skýrðu nýlega frá þessu.

Ástæðan fyrir brottflutningnum er að óttast er um öryggi túlkanna og fjölskyldna þeirra þegar Bandaríkjamenn hverfa á brott enda ekki vel séð hjá Talibönum að fólk hafi starfað með bandaríska hernum.

„Þeir, sem hafa aðstoðað okkur, verða ekki skildir eftir. Þeir eru velkomnir hér eins og allir aðrir sem hafa hætt lífi sínu við að hjálpa okkur,“ sagði Joe Biden, forseti, um málið.

Mike McCaul, leiðtogi Repúblikana í utanríkisnefnd fulltrúadeildarinnar, telur að hugsanlega séu það um 50.000 manns sem þarf að flytja á brott. 9.000 Afganar hafa nú þegar sótt um vegabréfsáritun fyrir sig og fjölskyldur sínar. Útilokað er að hægt verði að afgreiða umsóknir allra áður en bandaríski herinn heldur á brott frá Afganistan og því er nú íhugað að flytja fólk til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Bahrain, Katar og Kúveit.

Um helmingur bandarískra hermanna hefur nú verið fluttur frá Afganistan en brottflutningnum á að vera lokið fyrir 11. september. Reiknað er með að 600-700 hermenn verði eftir í landinu til að tryggja öryggi bandarískra stjórnarerindreka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár