Áður hafði ríkisstjórnin miðað við árið 2040 en hyggst nú flýta þessu um fimm ár.
„Aðeins djörf stefna í loftslagsmálum skilar góðum árangri. Með aðgerðum sem miða að því að hraða skiptunum yfir í 100% gróðurhúsalofttegundalausa bílasölu munum við halda áfram að byggja upp umhverfisvænt og viðnámssterkt efnahagslíf um leið og við fjölgum góðum störfum og tækifærum fyrir alla Kanadamenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Omar Alghabra, samgöngumálaráðherra.
Í fréttatilkynningunni kemur fram að ríkisstjórnin muni grípa til margvíslegra fjárfestinga og lagasetninga til að tryggja að almenningur og bílaiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til að þetta markmið náist.