fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Xi Jinping sendir umheiminum skýr skilaboð – „Höfði þeirra sem reyna þetta verður lamið utan í Kínamúrinn“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 06:59

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins ná hámarki í dag með hátíð á Torgi hins himneska friðar í Peking. Þar ber hæst ræðu Xi Jinping, forseta, sem hefur hert tök kommúnistaflokksins á þeim 1,4 milljörðum manna sem búa í landinu allt frá því að hann tók við völdum 2013.

Hann mun meðal annars segja Kína hafi nú tekið „sögulega stefnu sem ekki sé hægt að breyta“. Hann mun einnig segja að staða Kína á alþjóðavettvangi hafi breyst. „Tíminn, þar sem Kína var fótum troðið og niðurlægt, er liðinn að eilífu. Höfði þeirra sem reyna þetta verður lamið utan í Kínamúrinn,“ sagði hann.

Ekki hefur verið skýrt mikið frá hvað mun fara fram á torginu í dag en vitað er að ekki verður stórbrotin hersýning eins og fyrir tveimur árum þegar 70 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað.

Miklar öryggisráðstafanir eru á og við Torg hins himneska friðar vegna hátíðarhaldanna og dögum saman hefur lögreglan stöðvað alla bíla og fólk sem hefur komið til Peking og leitað í bílunum og á fólki.

Íbúarsamtök hafa virkjað mörg þúsund sjálfboðaliða til að tryggja öryggi á götum úti á meðan afmæli kommúnistaflokksins verður fagnað. Hermenn sjá um öryggisgæslu á lestarstöðvum borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni