Hann mun meðal annars segja Kína hafi nú tekið „sögulega stefnu sem ekki sé hægt að breyta“. Hann mun einnig segja að staða Kína á alþjóðavettvangi hafi breyst. „Tíminn, þar sem Kína var fótum troðið og niðurlægt, er liðinn að eilífu. Höfði þeirra sem reyna þetta verður lamið utan í Kínamúrinn,“ sagði hann.
Ekki hefur verið skýrt mikið frá hvað mun fara fram á torginu í dag en vitað er að ekki verður stórbrotin hersýning eins og fyrir tveimur árum þegar 70 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað.
Miklar öryggisráðstafanir eru á og við Torg hins himneska friðar vegna hátíðarhaldanna og dögum saman hefur lögreglan stöðvað alla bíla og fólk sem hefur komið til Peking og leitað í bílunum og á fólki.
Íbúarsamtök hafa virkjað mörg þúsund sjálfboðaliða til að tryggja öryggi á götum úti á meðan afmæli kommúnistaflokksins verður fagnað. Hermenn sjá um öryggisgæslu á lestarstöðvum borgarinnar.