„Við teljum að hreyfanleiki í loftinu í lok þessa áratugar muni veita okkur mikla möguleika til að draga úr þrengslum í í borgum og draga úr mengun,“ hefur The Guardian meðal annars eftir honum.
Hyundai hefur lagt mikla fjármuni í þróun flugbíla til notkunar í borgum. „Við teljum svo sannarlega að þetta sé hluti af framtíðinni,“ sagði hann einnig.
Hyundai tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið hafi hafið samstarf við ANRA Technologies en það fyrirtæki selur dróna og þróar lausnir varðandi flutninga í lofti. Hyundai segir að samvinnan við ANRA Technologies sé fyrsta samvinnuverkefnið sem fyrirtækið stefni á í tengslum við þróun flugbíla.
Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá því að Hyundai vinni að þróun flugleigubíla sem verði tilbúnir til notkunar 2025. Þeir verða rafknúnir og munu ekki losa neinar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Hver bíll á að geta flutt 5-6 farþega í einu.
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors vinnur einnig að þróun flugbíla og reiknar með að geta sett flugleigubíla á markað 2030. Þá verði búið að leysa tæknileg og lagaleg vandamál.