fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Forstjóri Hyundai í Evrópu segir að fljúgandi bílar verði orðnir að raunveruleika 2030

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 08:00

Verður þetta svona í framtíðinni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cole, forstjóri Evrópudeildar Hyundai, segir að raunhæft sé að vænta þess að fljúgandi bílar verðir orðnir að raunveruleika í lok áratugarins og að þeir muni þá setja mark sitt á borgir og bæi víða um heim.

„Við teljum að hreyfanleiki í loftinu í lok þessa áratugar muni veita okkur mikla möguleika til að draga úr þrengslum í í borgum og draga úr mengun,“ hefur The Guardian meðal annars eftir honum.

Hyundai hefur lagt mikla fjármuni í þróun flugbíla til notkunar í borgum. „Við teljum svo sannarlega að þetta sé hluti af framtíðinni,“ sagði hann einnig.

Hyundai tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið hafi hafið samstarf við ANRA Technologies en það fyrirtæki selur dróna og þróar lausnir varðandi flutninga í lofti. Hyundai segir að samvinnan við ANRA Technologies sé fyrsta samvinnuverkefnið sem fyrirtækið stefni á í tengslum við þróun flugbíla.

Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá því að Hyundai vinni að þróun flugleigubíla sem verði tilbúnir til notkunar 2025. Þeir verða rafknúnir og munu ekki losa neinar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Hver bíll á að geta flutt 5-6 farþega í einu.

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors vinnur einnig að þróun flugbíla og reiknar með að geta sett flugleigubíla á markað 2030. Þá verði búið að leysa tæknileg og lagaleg vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum